Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir lauk keppni T-8 á Evangel Fall Inv.

Arnar Geir Hjartarson, afrekskylfingur og klúbbmeistari GSS  2017 og lið hans Missouri Valley tóku þátt í Evangel Fall Invite, en mótið fór fram dagana 18.-19. september sl.

Mótið fór fram á Rivercut Golf Course, í Springfield, Missouri.

Þátttakendur voru 60 frá 9 háskólum.

Arnar Geir lék á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (74 75) og varð T-8, sem er flottur árangur!!!

Missouri Valley háskóli, golflið Arnars Geirs varð í 2. sæti í liðakeppninni.