Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2017 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín lauk keppni T-7 í NH og Særós Eva T-35

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Boston University tóku þátt í Dartmouth Invitational mótinu.

Mótið fór fram dagana 23.-24. september 2017 í Hanover CC, í Hanover, New Hampshire (NH) og lauk því í gær.

Keppendur voru 63 frá 11 háskólum.

Helga Kristín lék á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (74 73) og lauk keppni T-7.

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG

Særós Eva lék á samtals  14 yfir pari, 158 höggum (80 78) og lauk keppni T-35.

Albany varð í 2. sæti í liðakeppninni og Boston University í 4. sæti.

Sjá má lokastöðuna á Dartmouth Invitational með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Særósar Evu og Boston University er Starmount Forest Fall Classic mótið, sem fram fer í Greensboro, N-Karólínu, 2. október.

Næsta mót Helgu Kristínar og Albany er hins vegar Yale Women’s Intercollegiate, í Newhaven Conneticut, dagana 6.-8. október.