Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2017 | 10:40

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur T-13 e. 1. dag í Massachusetts

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu hófu í gær keppni á Boston College Intercollegiate mótinu, sem fram fer dagana 24.-25. september í Canton, Massachusetts.

Gunnhildur spilaði tvo hringi í gær og var skor hennar 2. besta skor Elon, en Gunnhildur lék á samtals 6 yfir pari, 150 höggum  (73 77).

Þátttakendur í mótinu eru 87 frá 16 háskólum.

Lið Gunnhildar, Elon er í 4. sæti í liðakeppninni Elon  á samtals 32 yfir pari, 608 höggum (306-302).

Til þess að sjá stöðuna á Boston College Intercollegiate mótinu SMELLIÐ HÉR: