Afmæliskylfingur dagsins: Heather Locklear – 25. september 2017
Afmæliskylfingur dagsins er bandaríska leikkonan Heather Locklear. Heather er fædd 25. september 1961 í Westwood, Los Angeles í Kaliforníu. og er því 56 ára í dag. Heather ólst upp í Thousand Oaks í Kaliforníu og útskrifaðist frá Newbury Park High School. Hún er sú yngsta af 4 börnum William Robert Locklear og konu hans Díönu.
Sem leikkona er Heather frægust í hlutverki Sammy Jo Carrington í Dynasty, sem Officer Stacy Sheridan í T.J. Hooker, sem Amanda Woodward í Melrose Place og sem Caitlin Moore í Spin City.
Heather hefir átt í mörgum samböndum um ævina m.a. var hún með Scott Baio og var hún gift trommara Mötley Crüe , Tommy Lee í 7 ár, þ.e. frá maí 1986-ágúst 1993. Eftir að þau skildu giftist Heather gítarleikara Bon Jovi , Richie Sambora, 17. desember 1994, í París. Með honum átti hún einkabarn sitt Övu, 1997. Þegar árið 2010 var Ava farin að starfa sem módel og ætlar að verða leikkona eins og mamma. Heather skildi við Richie Sambora í febrúar 2006. Í apríl hóf Heather síðan samband með samleikara sínum úr Melrose Place, Jack Wagner og í ágúst 2011 tilkynntu þau um trúlofun sína.
Það er spurning hvort ástin milli Heather og Jack hafi kviknað á golfvellinum, því þau hafa mikið spilað saman golf. Jack Wagner þykir bestur meðal kylfinga Hollywood er með 0.3 í forgjöf annað en Heather, sem er aðeins forgjafarhærri.
Heather hefir þó í gegnum tíðina tekið þátt í mörgum styrktar og góðgerðargolfmótum fræga fólksins og eftir nokkra hringi með Jack ætti forgjöfin að fara hríðlækkandi!
Aðrir frægir kylfingar eru: Michael Douglas, 25. september 1944 (73 ára); Jon Halldor Gudmundsson, 25. september 1954 (63 ára); Ystiklettur Veiðifélag, 25. september 1955 (62 ára); Heather Locklear, fædd 25. september 1961 (56 ára); Speshandverk Lillaogmagga (51 árs); Catherine Zeta Jones, 25. september 1969 (48 ára); Skúli Már Gunnarsson, 25. september 1971 (46 ára); Tjaart Van der Walt, frá Suður-Afríku, 25. september 1974 (43 ára); Jodie Kidd, 25. september 1978 (39 ára); John Mallinger, 25. september 1979 (38 ára); Belen Mozo, 25. september 1988 (29 ára); Aron Atli Bergmann (19 ára) …. og ….
Golf 1 óskar afmæliskylfingunnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
