Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2017 | 14:00

Íslenska piltalandsliðið varð í 4. sæti á EM

Íslenska piltalandsliðið lauk keppni í fjórða sæti á Evrópumótinu, sem fram fór í Kraków í Póllandi.

Veðrið setti strik í reikinginn og ekki var hægt að ljúka keppni vegna úrkomu.

Lokaviðureignir mótsins voru því miðaðar við úrslitin í höggleiknum, þar sem að íslenska liðið endaði í fjórða sæti.

Þrjár efstu þjóðirnar komust því upp í 1. deild og leikur Ísland því áfram í 2. deild á næsta ári.

Ísland tapaði naumlega, 3/2, gegn Sviss í fyrstu umferðinni í holukeppninni en í gær en Sviss endaði í efsta sæti eftir höggleikinn – og Ísland endaði í fjórða sæti.

Ísland átti að mæta liði Belgíu í lokaumferðinni og með sigri hefði Ísland tryggt sér sæti í efstu deild að ári.

Ekkert varð af þeirri viðureign vegna veðurs og úrslitin úr holukeppnisleikjunum töldu ekki þegar uppi var staðið.

Íslenska piltalandsliðið 2017 var skipað þeim: Arnóri Snæ Guðmundssyni, GHD, Dagbjarti Sigurbrandssyni, GR, Ingvari Andra Magnússyni, GR; Kristján Benedikt Sveinsson, GA; Ragnari Má Ríkarðssyni, GM og Viktor Ingi Einarsson, GR.

Daníel Ísak Steinarsson, GK, var fyrirliði og liðsstjóri var Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ.