Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2017 | 11:30

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-48 e. 3. dag Kazakhstan Open

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í Kazakhstan Open, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Birgir Leifur lék á 1 undir pari, 71 höggi í dag – fékk 4 fugla og 3 skolla og er T-48 þ.e. jafn 4 öðrum kylfingum í  48. sæti.

Samtals er Birgir Leifur búinn að spila á 4 undir pari, 212 höggum (72 69 71).

Efstur fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun er Erik van Rooyen frá S-Afríku, en hann er búinn að spila samtals á 14 undir pari, 202 höggum (68 66 68).

Til þess að sjá stöðuna á Kazakhstan Open SMELLIÐ HÉR: