Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 17:00

Tiger: „Mér líður vel, er sterkur og gengur vel“

Tiger Woods hefir látið frá sér fara enn aðra jákvæða fréttatilkynningu um heilsu sína en hann viðurkennir að hann sé „enn ekki kominn í golf form“ og gefur engar dagsetningar um hvenær hann muni snúa aftur í keppnisgolfið.

Tiger hefir ekki spilað á atvinnumóti frá því hann dró sig úr Dubai Desert Classic í byrjun febrúar og er að jafna sig nú eftir 4. bakuppskurð sinn á sl. 3 árum.

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum sagði í síðasta mánuði að hann hefði fengið grænt ljós á að byrja að æfa stutta spil sitt og hefir sagst taka framförum í því, í bloggi á vefsíðu sinni.

Eins og ég skrifaði fyrr í sumar voru nokkur atriði sem ég varð að vinna í með læknum mínum og ég gerði það,“ skrifaði hinn 14-faldi risamótssigurvegari (Tiger), sem mun vera aðstoðarfyrirliði bandaríska liðsins í Forsetabikarnum (ens. Presidents Cup) í næstu viku.

Mér líður vel, er sterkur og gengur vel.“

Varðandi síðasta uppskurð minn, þá er það að segja að það er yndislegt að þurfa ekki að þjást meira. Ég sef betur vegna þess að ég er ekki með taugakippi niður í fótlegg minn. Og það breytir öllu.

Ég er byrjaður að slá lengra – 60 yarda (innskot: 55 metra) högg. Ég hef ekki ekki tekið fulla sveiflu frá bakuppskurði mínum sl. apríl, en ég held áfram að æfa chippin og púttin á hverjum degi. „

Þettta síðarnefnda er farið að skila sér. Justin Thomas og Rickie Fowler hafa verið að heimsækja mig og við höfum farið í púttkeppnir. Justin kemur líka til að æfa chippin. Það var gaman að halda upp á PGA Championship (risamóts-) titil hans með honum og Rickie; við skemmtum okkur vel.

6-mánaða röntgenmyndataka mín stendur fyrir dyrum. Þegar skurðlæknirinn er búinn að líta á þær myndir getur hann sagt mér nánar hvað tekur við hjá mér.“

Ég er í líkamsrækt 6 daga vikunnar og skiptist á að vera á hlaupabandinu, á hjólinu, fara í sund og ég lyfti 2 sinnum í viku. Vöðvamassinn er að koma aftur en ég er ekki kominn í golf form. Það tekur tíma.“

Ég verð að spila af skynsemi; ég get ekki verið með neinar spár, ég veit ekki hvaða sveiflu ég kem til með að nota, ég veit bara ekki hvað líkami minn leyfir mér að gera. Þar til að ég veit það ætla ég að hlusta á lækna mína og halda áfram að taka það rólega.“

Í síðasta mánuði sagðist Tiger ekki vera sekur um að hafa ekið undir áhrifum áfengis, en samþykkti að gangast undir endurhæfingarprógram, sem leiðir til þess að málið verður fellt niður gegn honum.

Hinn 41. ára Tiger hefir samþykkt að halda því fram að hann hafi keyrt gáleysislega, í réttarhaldi sem fram fer 25. október n.k. og gangast undir fyrrgreint prógram fyrir þá sem keyra undir áhrifum í 1. sinn, eftir að hafa fundist sofandi bakvið stýri í bíl sínum s.l. maí.

Tiger lauk bloggi sínu með eftirfarandi: „Eitt af því sem mig langar til að gera er að minnast á styrktaraðila mína. Þeir hafa verið frábærir og ég met þess mikils hvernig þeir standa með mér. Sama hvað, stuðningur þeirra hefir ekkert minnkað. Að lokum vil ég þakka áhangendum mínum fyrir þolinmæði þeirra og stuðning. S.l. tvö ár hafa verið full af áskorunum og ég hef gengið í gegnum margt. En þeir hafa alltaf verið þarna til staðar fyrir mig og ég get ekki fullþakkað það.“