Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2017 | 05:30

LET: Valdís Þóra hefur keppni í dag! – Fylgist með HÉR

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefur keppni í dag á Andalucia Costa del Sol Open de España Feminino, en mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET).

Mótið fer fram í Real Club de Golf Guadalmina á Spáni, dagana 21.-24. september 2017.

Valdís Þóra fer út kl. 13:54 að staðartíma á Spáni (sem er kl. 11:54 að íslenskum tíma).

Mótið verður það fimmta hjá Valdísi á sterkustu mótaröð Evrópu á þessu tímabili. Hún er í 91. sæti peningalistans. Valdís hefur komist í gegnum niðurskurðinn á þremur af alls fjórum mótum ársins og besti árangur hennar er 22. sæti.

Til þess að halda keppnisréttinum á LET Evrópumótaröðinni þurfa keppendur að vera í einu af 80 efstu sætunum á peningalistanum í lok keppnistímabilsins. Og það gæti dugað að vera í næstu sætunum þar fyrir neðan ef það eru kylfingar á topp 80 sem ná ekki að uppfylla kröfuna um lágmarksfjölda móta á tímabilinu.

Til þess að fylgjast með gengi Valdísar Þóru SMELLIÐ HÉR: 

Texti: GSÍ (að hluta)