Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2017 | 19:30

Bandaríska háskólagolfið: Hafdís Alda lauk keppni T-13

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, IUPUI, tóku þátt í Loyola Fall Invitational sem fram fór 18.-19. september 2017.

Mótið fór fram í Flossmoor Country Club í Illinois og voru keppendur 68 frá 11 háskólum

Hafdís Alda lék á samtals 22 yfir pari, 238 höggum (80 84 74) og lauk keppni T-13, þ.e. jöfn Kelly Sterling frá  Illinois-Chicago í 13. sæti.

IUPUI lauk keppni í 4. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Loyola Fall Invitational með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Hafdísar Öldu og IUPUI er 2. október 2017 í Indiana.