Arnór Snær Guðmundsson, GHD. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2017 | 15:00

Arnór Snær T-2 – bestur í íslenska piltalandsliðinu á 1. degi EM í Póllandi

Á fyrsta degi EM piltalandsliða var leikinn höggleikur og eru keppendur 55.

Bestur piltanna í íslenska piltalandsliðinu var Arnór Snær Guðmundsson, GHD, en hann lék 1. hring á glæsilegum 3 undir pari 69 höggum og deilir 2. sætinu með Adrien Dumont de Chassart frá Belgíu!!!

Aðrir í íslenska piltalandsliðinu stóðu sig með eftirfarandi hætti:

T-10 Kristján Benedikt Sveinsson, GA, 1 yfir pari, 73 högg

T-14 Ingvar Andri Magnússon, GR, 2 yfir pari 74 högg

T-20 Ragnar Már Ríkharðsson, GM, 3 yfir pari 75 högg

T-23 Viktor Ingi Einarsson, GR, 4 yfir pari 76 högg

T-30 Dagbjartur Sigurbrandson,GR,  5 yfir pari 77 högg

Sjá má stöðuna á EM piltalandsliða í Póllandi með því að SMELLA HÉR :