Anna Nordqvist from Sweden holds her trophy after winning the Evian Championship tournament on September 17, 2017 in the French Alps town of Evian-les-Bains, a major tournament on the women’s calendar. Sweden’s Anna Nordqvist claimed her second major title with a play-off win over American Brittany Altomare at the Evian Championship. / AFP PHOTO / PHILIPPE DESMAZES (Photo credit should read PHILIPPE DESMAZES/AFP/Getty Images)
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2017 | 19:00

LPGA: Anna Nordqvist vann 2. risatitil sinn og komin í 4. sæti Rolex-heimslistans!!!

Sænski kylfingurinn Anna Nordqvist sigraði í gær bandaríska kylfinginn Brittany Altomare á 1. holuí  bráðabana með skolla á par-4 18. braut Evían les Bains golfvallarins, meðan Altomare fékk tvöfaldan skolla.

Nordqvist og Altomare voru jafnar að loknum 3 hringjum Evían risamótsins; báðar á 9 undir pari, 204 höggum; Nordqvist (66 – 72 – 66) og Altomare (70 – 68 – 66).

Því varð að skera úr um sigurinn í bráðabana, þar sem Anna hafði betur. Fyrir sigur sinn á Evían risamótinu fær Anna sigurtékka upp á $547,500.00 (u.þ.b. 58 milljónir íslenskra króna).

Anna Nordqvist er fædd 10. júní 1987 í Eskilstuna, Svíþjóð og því 30 ára. Þetta er 2. risatitillinn á ferli hennar, en hún hefir áður sigrað á Women´s PGA Championship 2009 þ.e. fyrir 8 árum og því ansi langt síðan hún vann fyrsta risatitil sinn.

Vegna sigurs síns fer Anna úr 13. sæti Rolex-heimslista kvenna og í 4. sætið í þessari viku.

Sjá má lokastöðuna á Evían risamótinu með því að SMELLA HÉR: