Stefán Þór Bogason, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2017 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefán Bogason hefur keppni í dag á Griffin Inv.

Stefán Bogason, afrekskylfingur úr GR, hefur keppni í dag á Griffin Invitational.

Stefán er í Flórída Tech háskólanum, en að þessu sinni mun hann keppa sem einstaklingur á þessu móti.

Mótið fer fram á Streamsong Resort í Bowling Green, Flórída og stendur dagana 18.-19. september.

Völlurinn sem spilaður er er Streamsong Blue course, en hann er par-72 og 7176 yarda (þ.e. 6562 metra).

Fylgjast má með gengi Stefáns með því að SMELLA HÉR: