Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2017 | 11:05

LPGA: Ólafía byrjar 3. hring vel! Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefir nú hafið 3. hring sinn á Evían risamótinu.

Hún er búin að spila á 1 undir pari, eftir 4. holur – og auðvitað vonandi að næstu 14. holur spilist eins vel eða betur; bara einn fugl á þriðju hverri holu …. og þá færist hún jafnt og þétt upp skortöfluna.

Ólafía Þórunn er þegar þetta er ritað (kl. 11:00) T-46, þ.e. jöfn 6 öðrum í 46. sæti; en meðal þessara 6 eru stórkylfingar á borð við Cristie Kerr, Gerinu Piller og enska kylfinginn Charley Hull.

Í sæti fyrir neðan Ólafíu Þórunni, er nú sem stendur nr. 2 á heimslistanum Lexi Thompson og gaman að sjá Ólafíu umkringda þessum stóru nöfnum í kvennagolfinu.

Oh, það er bara vonandi að eftirleikurinn verði jafngóður eða betri en byrjunin.

Fylgist með gengi Ólafíu á skortöflu með því að SMELLA HÉR: