LPGA: Sögulegt!!! – Ólafía fyrsti íslenski kvenkylfingurinn sem nær niðurskurði í risamóti!!!
Ólafía Þórunn „okkar “ Kristinsdóttir varð í dag fyrsti íslenski kvenkylfingurinn til þess að komast í gegnum niðurskurð í risamóti.
Reyndar er hún fyrsti íslenski kylfingurinn, hvort heldur er karl- eða kven- til þess að komast gegnum niðurskurð í risamóti!
Ljóst var að efstu 70 og þær sem jafnar væru í 70. sæti, af 120 þátttakendum, myndu ná niðurskurði og Ólafía er ein þeirra.
Hún varð jöfn 8 öðrum kvenkylfingum í 64. sæti og því alls 72, sem fá að spila lokahringinn á morgun.
Meðal þeirra sem deildu 64. sætinu með Ólafíu Þórunni eru suður-afríski kylfingurinn Lee Anne Pace og nr. 10 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Brooke Henderson frá Kanada.
Margir þekktir kvenkylfingar komust ekki í gegnum niðurskurð m.a. tékknesk-bandarísku systurnar Nelly og Jessica Korda; uppáhaldskylfingur margra karlkylfinga: Natalie Gulbis, golfdrottningin enska, Laura Davies; thaílenski snillingurinn Ariya Jutanugarn og báðir ráshópsfélagar Ólafíu í Evían risamótinu fyrstu tvo keppnisdagana ; Angel Yin og Kim Kaufman, svo nokkrir kvenkylfinganna séu nefndir, sem ekki náðu niðurskurði.
Sjá má stöðuna á Evían rismaótinu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
