Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2017 | 17:00

Eimskipsmótaröðin 2018 (2): Guðrún Brá, Axel og Tumi Hrafn efst – Mótið stytt í 36 holu mót

Axel Bóasson (GK) og Tumi Hrafn Kúld (GA) eru efstir í karlaflokki þegar keppni er hálfnuð á Honda Classic mótinu á Eimskipsmótaröðinni. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er efst í kvennaflokki. Önnur umferðin sem var fyrirhuguð í dag á fyrri keppnisdegi mótsins var fellld niður en gríðarlega erfiðar aðstæður voru á Urriðavelli fyrri part dags hjá Golfklúbbnum Oddi. Það verða því leiknar 36 holur á þessu móti, 18 í dag og 18 á sunnudaginn, 17. september 2017.

Staðan í karlaflokki:
1.- 2. Axel Bóasson, GK 74 högg (+3)
1.- 2. Tumi Hrafn Kúld, GA 74 högg (+3)
3.-7. Ólafur Björn Loftsson, GKG 79 högg (+8)
3.-7. Andri Þór Björnsson, GR 79 högg (+8)
3.-7. Vikar Jónasson, GK 79 högg (+8)
3.-7. Andri Már Óskarsson, GHR 79 högg (+8)
3.-7. Einar Long, GR 79 högg (+8)
8. Kristján Þór Einarsson, GM 81 högg (+10)
9.- 10. Haukur Már Ólafsson, GKG 82 högg (+11)
9.- 10. Rafn Stefán Rafnsson, GB 82 högg (+11)

Staðan í kvennaflokki:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 76 högg (+5)
2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 79 högg (+8)
3. Saga Traustadóttir, GR 82 högg (+11)
4.- 5. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 84 högg (+13)
4.- 5. Berglind Björnsdóttir, GR 84 högg (+13)

Mótið er annað mót keppnistímabilsins 2017-2018 á Eimskipsmótaröðinni. Alls verða mótin átta og fara tvö mót fram haustið 2017 og er einu þeirra lokið, Bose mótinu, sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri.

Texti: GSÍ