Eimskipsmótaröðin 2018 (2): Guðrún Brá, Axel og Tumi Hrafn efst – Mótið stytt í 36 holu mót
Axel Bóasson (GK) og Tumi Hrafn Kúld (GA) eru efstir í karlaflokki þegar keppni er hálfnuð á Honda Classic mótinu á Eimskipsmótaröðinni. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er efst í kvennaflokki. Önnur umferðin sem var fyrirhuguð í dag á fyrri keppnisdegi mótsins var fellld niður en gríðarlega erfiðar aðstæður voru á Urriðavelli fyrri part dags hjá Golfklúbbnum Oddi. Það verða því leiknar 36 holur á þessu móti, 18 í dag og 18 á sunnudaginn, 17. september 2017.
Staðan í karlaflokki:
1.- 2. Axel Bóasson, GK 74 högg (+3)
1.- 2. Tumi Hrafn Kúld, GA 74 högg (+3)
3.-7. Ólafur Björn Loftsson, GKG 79 högg (+8)
3.-7. Andri Þór Björnsson, GR 79 högg (+8)
3.-7. Vikar Jónasson, GK 79 högg (+8)
3.-7. Andri Már Óskarsson, GHR 79 högg (+8)
3.-7. Einar Long, GR 79 högg (+8)
8. Kristján Þór Einarsson, GM 81 högg (+10)
9.- 10. Haukur Már Ólafsson, GKG 82 högg (+11)
9.- 10. Rafn Stefán Rafnsson, GB 82 högg (+11)
Staðan í kvennaflokki:
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 76 högg (+5)
2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 79 högg (+8)
3. Saga Traustadóttir, GR 82 högg (+11)
4.- 5. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 84 högg (+13)
4.- 5. Berglind Björnsdóttir, GR 84 högg (+13)
Mótið er annað mót keppnistímabilsins 2017-2018 á Eimskipsmótaröðinni. Alls verða mótin átta og fara tvö mót fram haustið 2017 og er einu þeirra lokið, Bose mótinu, sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
