LPGA: Keppni frestað um óákveðinn tíma á Evían risamótinu vegna veðurs
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefur leik á Evian meistaramótinu í dag en það er jafnframt fimmta og síðasta risamót ársins hjá atvinnukonum í golfi. Mótið fer fram á Evian Resort í Évian-les-Bains. Keppni var frestað í morgun vegna veðurs, en mikill vindur og úrkoma er á keppnissvæðinu.
Ólafía er ráshóp með góðri vinkonu sinni, Angel Yin frá Bandaríkjunum fyrstu tvo keppnisdagana. Kim Kaufman frá Bandaríkjunum er einnig með þeim í ráshóp. Þær áttu að hefja leik kl. 11:09 að íslenskum tíma í dag en það verður einhver töf á því.
Mótið er þriðja risamótið á þessu ári þar sem Ólafía Þórunn er á meðal keppenda. Hún lék á KPMG mótinu í júní og á Opna breska meistaramótinu í júlí. Hún náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á þeim mótum.
Evian meistaramótið fór fyrst fram árið 1994 og er verðlaunaféð á mótinu það næst hæsta á eftir Opna bandaríska meistarmótinu. Heildarverðlaunféð á Evian er tæplega 400 milljónir kr. Á Opna bandaríska, þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir var á meðal keppenda, var verðlaunaféð tæplega 550 milljónir kr. Evian meistaramótið hefur frá árinu 2013 verið sameiginlegt risamót á vegum LPGA og LET Evrópumótaraðarinnar.
Keppnisvöllurinn er í um 500 metra hæð yfir sjávarmáli og er gríðarlegt útsýni yfir Genfarvatn í norðurátt.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
