Úrtökumót Evrópumótaraðarinnar: Aron Snær og Þórður hefja leik í dag – Fylgist með HÉR!!!
Tveir íslenskir kylfingar hefja leik í dag á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í karlaflokki í dag. Aron Snær Júlíusson úr GKG keppir á Fleesense vellinum í Þýskalandi og fylgjast má með gengi hans með því að SMELLA HÉR:
Þórður Rafn Gissurarson úr GR keppir á The Roxburghe vellinum í Skotlandi og má fylgjast með gengi hans með því að SMELLA HÉR:
Þetta er í fyrsta sinn sem hinn tvítugi Aron Snær leikur á úrtökumótinu en hann hefur leikið vel á undanförnum vikum hér á Íslandi og fagnað sigri á tveimur mótum í röð á Eimskipsmótaröðinni.
Þórður Rafn, sem varð þrítugur nýverið, er að taka þátt í áttunda sinn á úrtökumótinu. Hann hefur leikið á Pro Golf atvinnumótaröðinni undanfarin ár og er í 19. sæti peningalistans þessa stundina. Þórður Rafn varð Íslandsmeistari í golfi árið 2015 og hefur hann tvívegis komist í gegnum 1. stig úrtökumótsins, og það gerði hann árið 2015 og 2016.
Um 700 keppendur taka þátt á 1. stigi úrtökumótsins en keppt er á 8 völlum í haust og komast um 25% af keppendum á hverju velli fyrir sig áfram á 2. stigið.
Það má gera ráð fyrir að alls verði átta íslenskir karlar sem reyni fyrir sér á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina i haust. Ólafur Björn Loftsson (GKG), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), og Andri Þór Björnsson (GR) hefja leik á 1. stiginu síðar í haust. Axel Bóasson (GK) og Haraldur Franklín Magnús (GR) eru í harðri baráttu um að komast í hóp 5 efstu á stigalista Nordic Tour atvinnumótaraðarinnar sem tryggir sæti á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili. Þeir verða báðir á meðal keppenda á úrtökumótinu en það er ekki vitað hvort þeir fari beint inn á 2. stigið.
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er í góðri stöðu að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðina. Hann er í 16. sæti peningalistans á Áskorendamótaröðinni en 15 efstu sætin tryggja keppnisrétt á Evrópumótaröðina. Ef það tekst ekki fer Birgir Leifur beint inn á 2. eða lokastig Evrópumótaraðarinnar.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
