Ólafía Þórunn með besta árangur íslensks kvenkylfings
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur náð lengst íslenskra kvenkylfinga á svo margan hátt.
Nú um helgina varð Ólafía Þórunn í 4. sæti á Indy Women in Tech Championship, móti á LPGA mótaröðinni, sem er besta kvengolfmótaröð heims!
Engum íslenskum kvenkylfingi hefir tekist að vera meðal topp-10 á móti LPGA, eins og Ólafíu Þórunni tókst reyndar örfáir íslenskir kvenkylfingar, sem yfirleit hafa spilað á LPGA móti.
Fyrir góðan árangur sinn hlaut Ólafía tékka upp á $102.909 sem eru u.þ.b. 11 milljónir íslenskra króna – langhæsta verðlaunafé sem nokkur kylfingur hérlendis, hvort heldur er karl- eða kvenkylfingur hefir hlotið.
Samtals verðlaunafé Ólafíu Þórunnar á nýliðaári hennar á LPGA er þar með komið í samtals $174,999 (18,5 milljónir íslenskra króna) og situr hún nú í 67. sæti peningalista LPGA.
Það sem er þó allra best í þessum frábæra árangri Ólafíu Þórunnar er að hún er nú í 79. sæti stigalista LPGA, búin að koma sér meðal efstu 100, sem þurfti til að halda sæti sínu og fullum spilarétti á LPGA á næsta keppnistímabili 2018.
Nú hefst krefjandi verkefni hjá Ólafíu Þórunni að halda fengnum hlut því enn eru eftir fjölmörg LPGA mót fram að desember!
Þetta er langbesti árangur íslensks kvenkylfings, ef ekki íslensks kylfings – og Ólafía Þórunn stórglæsilegur fulltrúi íslensks golfs!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
