Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2017 | 19:30

LPGA: Fyrsti topp-10 árangur Ólafíu Þórunnar í höfn – Lauk mótinu með erni á 18.!!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, var nú rétt í þessu að ljúka 3. og lokahring Indy Women in Tech Championship.

Hún lék lokahringinn á stórglæsilegum 4 undir pari, 68 höggum; fékk 1 skolla (á par-4 8. holunni),  3 fugla (á par-3 3. holunni; á par-4 11. holunni (þess mætti geta að sú sem er efst í mótinu, Lexi Thompson fékk skolla á þessa holu!) og á par-5 14. holunni).

Ólafía lauk síðan mótinu stórglæsilega með því að fá örn á par-5 18. holuna!!!!

Samtals lék Ólafía Þórunn á 13 undir pari, 203 höggum (67 68 68) – allir hringir á undir 70 ….. og aðeins Lydia Ko,  Lexi Thompson og Minjee Lee (nr. 8,  nr. 3 og nr. 19  á Rolex -heimslista kvenna) ofar en Ólafía Þórunn.

Ólafía Þórunn verður í 3.-5. sæti en sú eina sem getur breytt sætistölu Ólafíu er Candie Kung frá Tapei.

Fyrir árangurinn flotta fær hún greiddan hæsta tékka, sem hún hefir fengið hingað til …. en það sem er enn betra …..

Með þessum stórglæsilega árangri er Ólafía Þórunn ekki lengur T-101 á stigalista LPGA, en í því sæti var hún fyrir mótið heldur er nú komin meðal efstu 100,  sem tryggir henni, að öllu óbreyttu, áframhaldandi veru og spilarétt á LPGA, bestu golfkvenmótaröð í heimi á næsta ári, 2018!!!

Innilega til hamingju elsku Ólafía Þórunn!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á Indy Women in Tech Championship SMELLIÐ HÉR: