Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2017 | 18:00

Evróputúrinn: 3. degi frestað til morguns vegna myrkurs – Hápunktar 3. dags

Dagurinn á 3. keppnisdegi Omega European Master var erfiður.

Miklar tafir urðu vegna þoku, en tekið var til við að spila aftur þegar þokunni létti en þá var orðið svo dimmt að 3. deginum var frestað vegna myrkurs til kl. 8:00 á morgun, sunnudagsmorgun, en þá verður tekið til við að ljúka 3. hring og klárað að spila 4. og lokahringinn.

Ástralinn Scott Hend er enn í forystu, en hann var einn þeirra sem ekki tókst að ljúka hring sínum og verður að spila 5 holur 3. hrings á morgun, sem og lokahringinn sjálfan.

Hann er á 2 yfir eftir 13 holur (hefir fengið 2 fugla og 4 skolla) og hefir 5 holur á morgun til að taka þetta svolítið aftur.

Til þess að sjá stöðuna á Omega European Mastes SMELLIÐ HÉR

Til þess að sjá hápunkta 3. dags SMELLIÐ HÉR: