Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2017 | 14:30

Nordic Golf League: Axel lauk keppni T-7 og Haraldur T-15 í Danmörku

Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR, léku báðir lokahringinn á Willis Towers Watson Masters mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni, sem fram fór í dag.

Mótið fór fram 7.-9. september 2017 og lauk í dag.

Þriðji íslenski kylfingurinn Andri Þór Björnsson, GR komst ekki í gegnum niðurskurð.

Mótsstaður er Kokkedal golfvöllurinn, í Hørsholm, 30 km norður af Kaupmannahöfn.

Axel lauk keppni á besta skori íslensku kepenndanna en hann lék á samtals 6 undir pari, 210 höggum (70 71 69) og varð T-7, þ.e. deildi 7. sætinu í mótinu ásamt 2 öðrum keppendum.

Haraldur Franklín varð T-15; lék á samtals 3 undir pari, 207 höggum (76 69 68); var á glæsilegu skori 4 undir pari, lokahringinn.

 

Sjá má lokastöðuna á Willis Towers Watson Masters mótinu með því að SMELLA HÉR: