Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2017 | 21:00

Viðtal LPGA við Ólafíu Þórunni

Á vefsíðu LPGA er gott viðtal við Ólafíu Þórunni, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:

Þar er Ólafía spurð að því hvernig tilfinning það sé að sjá nafnið sitt ofarlega á skortöflu LPGA eftir tvo hringi. Ólafía svaraði því svo til að hún hefði ekkert verið að fylgjast með töflunni, en hefði af slysni séð hvar hún var og þetta væri nýtt fyrir sér en tilfinningin væri góð.

Næst var spurt um hvort Ólafía hefði fengið símhringingar frá Íslandi en Ólafía sagðist engar hafa fengið en gerði ráð fyrir að fólk fylgdist með heima og væri ánægt með hana ….. (Sem við erum svo sannarlega!!!)

Loks kom hefðbundin spurning um hvað Ólafía ætlaði að gera lokahringinn á morgun. Ólafía Þórunn sagðist bara ætla að reyna að halda áfram að gera það sama og þyrfti að fara á æfingasvæðið – hún væri farin að feida aðeins meira.

Spyrjandinn spurði loks hvort þetta væri eðlilegt hjá henni að feida boltann en Ólafía sagðist ganga í gegnum fasa þar sem hún væri ýmist að feida eða draga boltann en annars væri þetta bara býsna stöðugt hjá henni.

Frábært viðtal og Ólafía glæsileg eins og alltaf!!!

Það lítur út fyrir að eftir 2. keppnisdag verði Ólafía T-7, en enn eiga nokkrar eftir að ljúka hringjum sínum, þannig að enn er ekki komin ákveðin sætistala á Ólafíu.

Vonandi gengur allt vel á morgun hjá Ólafíu Þórunni !!!

Fylgjast má með og sjá skortöflu Indy Women in Tech mótsins með því að SMELLA HÉR: