Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2017 | 15:00

Nordic Golf League: Axel lauk keppni T-12 í Finnlandi

Polarputki Finnish Open lauk í dag er mótið er hluti af Nordic Golf League of fór fram dagana 31. ágúst – 2. september 2017.

Þrír íslenskir kylfingar komust í gegnum niðurskurðinn í gær en það voru þeir Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Ólafur Björn Loftsson, GKG.

Axel Bóasson lék best íslensku kylfinganna á lokahringnum átti glæsihring upp á 6 undir pari 66 högg – hring þar sem hann fékk 7 fugla og 1 skolla og lauk keppni T-12 þ.e. jafn 4 öðrum kylfingum. Samtals lék Axel á 7 undir pari, 209 höggum (70 73 66).

Guðmundur Ágúst stóð sig einnig mjög vel en hann lauk keppni T-17 með skor upp á 6 undir pari, 210 höggum (67 73 70).

Ólafur Björn lék á samtals 1 undir pari, 215 höggum (727370) og lauk keppni T-42.

Sjá má lokastöðuna á Polarputki Finnish Open með því að SMELLA HÉR: