Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2017 | 15:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (6): Arna Rún sigraði í stúlknaflokki 19-21 árs

Lokamót Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG dagana 25.-27. ágúst.

Mótið var jafnframt sjötta mót tímabilsins. Fella þurfti niður eina umferð í heild sinni á laugardeginum vegna veðurs.

Tveir elstu aldurshóparnir léku því tvær umferðir, á föstudegi og sunnudegi, en aðrir keppnishópar léku eina umferð á sunnudegi við ágætar veðuraðstæður.

Í stúlknalokki, 19-21 árs voru aðeins tveir keppendur: Arna Rún Kristjánsdóttir og Erla Marý Sigurpálsdóttir, GFB. Það var Arna Rún sem sigraði á samtals 24 yfir pari, 166 höggum (87 79).

Heildarúrslit í stúlknaflokki 19-21 árs á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2017 urðu eftirfarandi:

1 Arna Rún Kristjánsdóttir GM 11 F 42 37 79 8 87 79 166 24
2 Erla Marý Sigurpálsdóttir GFB 24 F 48 51 99 28 108 99 207 65