Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2017 | 10:30

Íslandsbankamótaröðin 2017 (6): Eva María sigraði í stelpuflokki

Lokamót Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG dagana 25.-27. ágúst.

Mótið var jafnframt sjötta mót tímabilsins. Fella þurfti niður eina umferð í heild sinni á laugardeginum vegna veðurs.

Tveir elstu aldurshóparnir léku því tvær umferðir, á föstudegi og sunnudegi, en aðrir keppnishópar léku eina umferð á sunnudegi við ágætar veðuraðstæður.

Í flokki, 14 ára og yngri stelpna, sigraði Eva María Gestsdóttir á 2 yfir pari, 73 glæsihöggum.

Úrslit í stelpuflokki 14 ára og yngri á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2017 urðu eftirfarandi:

1 Eva María Gestsdóttir GKG 8 F 37 36 73 2 73 73 2
2 Kinga Korpak GS 5 F 40 40 80 9 80 80 9
3 Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR 15 F 44 40 84 13 84 84 13
4 Bjarney Ósk Harðardóttir GKG 21 F 42 43 85 14 85 85 14
5 Auður Sigmundsdóttir GR 21 F 42 45 87 16 87 87 16
6 Brynja Valdís Ragnarsdóttir GR 20 F 42 48 90 19 90 90 19
7 Laufey Kristín Marinósdóttir GKG 28 F 43 47 90 19 90 90 19
8 Margrét K Olgeirsdóttir Ralston GM 21 F 53 43 96 25 96 96 25
9 María Eir Guðjónsdóttir GM 19 F 47 50 97 26 97 97 26
10 Katrín Sól Davíðsdóttir GM 28 F 55 48 103 32 103 103 32
11 Berglind Erla Baldursdóttir GM 28 F 58 64 122 51 122 122 51