Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2017 | 18:00

Nordic Golf League: Haraldur lauk keppni T-46

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, var sá eini af 4 íslenskum kylfingum, sem hófu keppni, til að komast í gegnum niðurskurð á Landeryd Masters mótinu í Linköping, Svíþjóð, en mótið er hluti af Nordic Golf mótaröðinni.

Hann var því sá eini af Íslendingunum, sem spilaði 3. þ.e. lokahringinn í dag.

Haraldur Franklín lék samtals á 3 undir pari, 213 höggum (70 71 72).

Sigurvegari mótsins varð sænski kylfingurinn Daníel Jennevret, en hann lék á 17 undir pari, 199 höggum (70 63 66).

Til þess að sjá lokastöðuna á Landeryd Masters SMELLIÐ HÉR: