LPGA: Guðrún Brá og Valdís Þóra úr leik – Munaði aðeins 3 höggum að Guðrún Brá næði á 2. stig úrtökumótsins
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir GL, komust ekki í gegnum niðurskurð á 1. stigi LPGA úrtökumótsins, sem fram fer í Mission Hills Country Club í Rancho Mirage, Kaliforníu.
Það voru 362 þátttakendur sem hófu leik en skorið var niður eftir 3. hring eftir að allir þátttakendur höfðu spilað einn hring á einum hinna 3. keppnisvalla Mission Hills: Arnold Palmer vellinum, Gary Player vellinum og Dinah Shore vellinum, en á hinum síðastnefnda fer lokahringurinn fram í dag.
Aðeins 125 efstu og þær sem jafnar voru í 125. sætinu komust áfram á 2. stigið og var niðurskurður miðaður við 4 yfir pari.
Guðrún Brá lék á samtals 7 yfir pari, 221 höggi (76 76 71) og átti glæsilegan endahring á Player vellinum upp á 1 undir pari, en hann dugði því miður ekki til. Aðeins munaði 3 höggum að hún kæmist á 2. stig úrtökumótsins, en hún endaði jöfn öðrum í 176. sæti. Vonandi er að Guðrún Brá prófi aftur að komast gegnum Q-school LPGA, því hún á svo sannarlega heima á mótaröðinni!!!!
Það sama er að segja um Valdísi Þóru. Valdís Þóra var búin að setja saman tvo ágætis hringi upp á 3 yfir pari (74 73) og það grátlega er að hefði hún haldið áfram á svipuðum nótum hefði hún komist á 2. stigið!!! Hún átti hins vegar afleitan 3. hring upp á 6 yfir pari, 78 högg og endaði T-216 á samtals 9 yfir pari og 5 höggum frá því að komast á 2. stigið.
Sjá má stöðuna á 1. stigi úrtökumóts LPGA á Mission Hills í Rancho Mirage, Kaliforníu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
