Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2017 | 14:00

LPGA: Guðrún Brá og Valdís Þóra úr leik – Munaði aðeins 3 höggum að Guðrún Brá næði á 2. stig úrtökumótsins

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir GL, komust ekki í gegnum niðurskurð á 1. stigi LPGA úrtökumótsins, sem fram fer í Mission Hills Country Club í Rancho Mirage, Kaliforníu.

Það voru 362 þátttakendur sem hófu leik en skorið var niður eftir 3. hring eftir að allir þátttakendur höfðu spilað einn hring á einum hinna 3. keppnisvalla Mission Hills: Arnold Palmer vellinum, Gary Player vellinum og Dinah Shore vellinum, en á hinum síðastnefnda fer lokahringurinn fram í dag.

Aðeins 125 efstu og þær sem jafnar voru í 125. sætinu komust áfram á 2. stigið og var niðurskurður miðaður við 4 yfir pari.

Guðrún Brá lék á samtals  7 yfir pari, 221 höggi (76 76 71) og átti glæsilegan endahring á Player vellinum upp á 1 undir pari, en hann dugði því miður ekki til. Aðeins munaði 3 höggum að hún kæmist á 2. stig úrtökumótsins, en hún endaði jöfn öðrum í 176. sæti.  Vonandi er að Guðrún Brá  prófi aftur að komast gegnum Q-school LPGA, því hún á svo sannarlega heima á mótaröðinni!!!!

Það sama er að segja um Valdísi Þóru. Valdís Þóra var búin að setja saman tvo ágætis hringi upp á 3 yfir pari (74 73) og það grátlega er að hefði hún haldið áfram á svipuðum nótum hefði hún komist á 2. stigið!!! Hún átti hins vegar afleitan 3. hring upp á 6 yfir pari, 78 högg og endaði T-216 á samtals 9 yfir pari og 5 höggum frá því að komast á 2. stigið.

Sjá má stöðuna á 1. stigi úrtökumóts LPGA á Mission Hills í Rancho Mirage, Kaliforníu með því að SMELLA HÉR: