Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2017 | 23:59

PGA: Spieth efstur f. lokahring Northern Trust – Hápunktar 3. hrings

Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er efstur fyrir lokahring Northern Trust mótsins.

Hann er með 3 högga forystu á þann sem næstur kemur, en það er nr. 1 á heimslistanum Dustin Johnson (DJ), sem hefir spilað á samtals 9 undir pari (65 69 67).

Spieth er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 198 höggum (69 65 64).

Það var glæsi 3. hringur Spieth upp á 64 högg, sem fleytti honum í efsta sætið, en á hringnum fékk hann 8 fugla og 2 skolla.

Þriðja sætinu deila þeir: Jon Rahm, Matt Kuchar, Patrick Reed og Paul Casey; allir á 7 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Northern Trust SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Northern Trust SMELLIÐ HÉR: