Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2017 | 16:10

Íslandsmót golfklúbba – eldri kylfinga: Sveit GM Íslandsmeistarar í 1. deild karla!!!

Íslandsmót golfklúbba – eldri kylfinga í 1. flokki karla fór fram hjá Golflúbbi Öndverðarness.

Íslandsmeistarar í 1. deild eldri karla er sveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM).

Íslandsmeistarasveit 1. deildar karla á Íslandsmóti golfklúbba – eldri kylfinga skipuðu þeir: 

Ásbjörn Björgvinsson

Erlingur Arthúrsson

Eyþór Ágúst Kristjánsson

Hans Isebarn

Hilmar Harðarson

Ingvar Haraldur Ágústsson

Kári Tryggvason

Lárus Sigvaldason

Victor Viktorsson

Liðsstjóri: Ármann Sigurðsson

Sigurinn réðst í bráðabana, en þar tryggði Kári Tryggvason GM sigurstigið.

Árið 2015 unnu þeir 3. deild, 2016 2. deild og 2017 Íslandsmeistarar. Magnaður árangur!

Úrslit urðu eftirfarandi:

1. sæti Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM)

2. sæti Nesklúbburinn (NK)

3. sæti Golfklúbbur Reykjavíkur (GR)

4. sæti Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar

5. sæti Golfklúbbur Öndverðarness

6. sæti Golfklúbburinn Oddur

7. sæti Golfklúbbur Akureyrar

8. sæti Golfklúbbur Kiðjabergs

Til þess að sjá öll úrslit í 1. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba – eldri kylfinga SMELLIÐ HÉR: