LPGA: Guðrún Brá og Valdís Þóra taka þátt í 1. stigi úrtökumóts LPGA
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi keppa á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum.
Keppnin hefst n.k. fimmtudag, 23. ágúst 2017, þar sem rúmlega 350 kylfingar keppa á þremur keppnisvöllum.
Alls verða leiknir fjórir hringir, samtals 72 holur, á fjórum keppnisdögum.
Alls komast 90 efstu áfram á 2. stig úrtökumótsins og eru þá einu skrefi nær því að komast inn á sjálft lokaúrtökumótið.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með keppnisrétt á LPGA mótaröðinni en hún náði í fyrra að komast í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins.
Valdís Þóra hefur dvalið undanfarna daga við æfingar á Mission Hills svæðinu í Rancho Mirage í Kaliforníu.
Guðrún Brá er vel kunnug Mission Hills í Rancho Mirage, en hún keppti oftsinnis þar með liði sínu í bandaríska háskólagolfinu, Fresno State, á háskólaárum sínum.
Það er vonandi að Guðrúnu Brá og Valdísi Þóru gangi sem allra best!!!!
Texti (að hluta): GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
