Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2017 | 09:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (8): Karen og Aron Snær sigruðu á Securitasmótinu!!!

Aron Snær Júlíusson úr GKG og Karen Guðnadóttir úr GS fögnuðu sigri á Securitasmótinu á Eimskipsmótaröðinni í gær, sunnudaginn, 20. ágúst 2017. Þetta var fyrsti sigur Arons á mótaröðinni og annar sigur Karenar í röð en hún er alls með tvo sigra á mótaröð þeirra bestu.

Keppt var GR-bikarinn í annað sinn í sögunni og fengu þau Aron og Karen afhenta verðlaunagripina í lokahófi Eimskipsmótaraðarinnar, sem haldið var sunnudagskvöldið.

F.v.: Haukur Örn, forseti GSÍ; Haraldur Franklín, GR; sigurvegarinn Aron Snær, GKG; Guðmundur Ágúst, GR og Hjörtur Freyr, markaðsstjóri Securitas.. Mynd: GSÍ

F.v.: Haukur Örn, forseti GSÍ; Haraldur Franklín, GR; sigurvegarinn Aron Snær, GKG; Guðmundur Ágúst, GR og Hjörtur Freyr, markaðsstjóri Securitas.. Mynd: GSÍ

Aron lék hringina þrjá á 204 höggum eða -9 samtals (67-70-67). Hann var tveimur höggum betri en Haraldur Franklín Magnús úr GR sem lék á -7 eða á 206 höggum (66-68-72). Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR varð þriðji á -6 (69-68-70).

Heildarlokastöðuna í karlaflokki á Securitasmótinu má sjá hér að neðan: 

1 Aron Snær Júlíusson GKG 0 F 31 36 67 -4 67 70 67 204 -9
2 Haraldur Franklín Magnús GR -3 F 33 39 72 1 66 68 72 206 -7
3 Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR -2 F 30 40 70 -1 69 68 70 207 -6
4 Kristján Þór Einarsson GM 0 F 32 39 71 0 75 67 71 213 0
5 Hlynur Bergsson GKG 1 F 34 35 69 -2 71 75 69 215 2
6 Hrafn Guðlaugsson GSE 2 F 35 37 72 1 71 72 72 215 2
7 Arnór Snær Guðmundsson GHD 3 F 33 37 70 -1 72 74 70 216 3
8 Stefán Þór Bogason GR 3 F 32 36 68 -3 81 68 68 217 4
9 Andri Már Óskarsson GHR 1 F 35 38 73 2 73 71 73 217 4
10 Hákon Harðarson GR 4 F 35 36 71 0 75 73 71 219 6
11 Tumi Hrafn Kúld GA 1 F 35 39 74 3 71 74 74 219 6
12 Vikar Jónasson GK 0 F 35 39 74 3 80 65 74 219 6
13 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS 2 F 35 36 71 0 71 78 71 220 7
14 Víðir Steinar Tómasson GA 5 F 36 38 74 3 73 73 74 220 7
15 Theodór Emil Karlsson GM 1 F 36 40 76 5 76 68 76 220 7
16 Hákon Örn Magnússon GR 1 F 35 38 73 2 73 75 73 221 8
17 Egill Ragnar Gunnarsson GKG 1 F 35 38 73 2 74 74 73 221 8
18 Henning Darri Þórðarson GK 1 F 37 40 77 6 72 73 77 222 9
19 Andri Páll Ásgeirsson GK 4 F 33 36 69 -2 73 81 69 223 10
20 Patrekur Nordquist Ragnarsson GR 3 F 33 41 74 3 73 76 74 223 10
21 Heiðar Davíð Bragason GHD 2 F 36 39 75 4 73 75 75 223 10
22 Benedikt Sveinsson GK 5 F 39 36 75 4 73 77 75 225 12
23 Daníel Ísak Steinarsson GK 3 F 38 41 79 8 74 73 79 226 13
24 Stefán Már Stefánsson GR 2 F 32 37 69 -2 86 73 69 228 15
25 Daníel Hilmarsson GKG 6 F 33 37 70 -1 82 77 70 229 16
26 Gunnar Smári Þorsteinsson GR 4 F 37 37 74 3 80 78 74 232 19
27 Jóhannes Guðmundsson GR 2 F 34 43 77 6 75 81 77 233 20
28 Eggert Kristján Kristmundsson GR 5 F 36 43 79 8 80 82 79 241 28

Berglind, GR, 2. sæti; Karen, GS, sigurvegari Securitasmótsins 2017 í kvennaflokki og Gunnhildur, GK í 3. sæti. Mynd: GSÍ

Berglind, GR, 2. sæti; Karen, GS, sigurvegari Securitasmótsins 2017 í kvennaflokki og Gunnhildur, GK í 3. sæti. Mynd: GSÍ

Í kvennaflokki lék Karen á 224 höggum eða +11. Hún lék á pari á lokahringnum (77-76-71). Berglind Björnsdóttir, GR, varð önnur á 225 höggum eða +12 (74-78-73). Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GK varð þriðja á 226 höggum eða +13 (72-78-76).

Heildarlokastöðuna í karlaflokki á Securitasmótinu má sjá hér að neðan:

1 Karen Guðnadóttir GS 3 F 31 40 71 0 77 76 71 224 11
2 Berglind Björnsdóttir GR 3 F 35 38 73 2 74 78 73 225 12
3 Gunnhildur Kristjánsdóttir GK 5 F 35 41 76 5 72 78 76 226 13
4 Saga Traustadóttir GR 4 F 40 37 77 6 74 77 77 228 15
5 Ragnhildur Sigurðardóttir GR 5 F 39 39 78 7 74 78 78 230 17
6 Helga Kristín Einarsdóttir GK 4 F 39 36 75 4 75 81 75 231 18
7 Heiða Guðnadóttir GM 6 F 37 41 78 7 78 75 78 231 18
8 Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 7 F 37 41 78 7 84 75 78 237 24
9 Laufey Jóna Jónsdóttir GS 11 F 44 40 84 13 80 76 84 240 27
10 Anna Sólveig Snorradóttir GK 5 F 38 41 79 8 80 82 79 241 28
11 Kinga Korpak GS 6 F 37 45 82 11 81 83 82 246 33
Mótið var jafnframt lokamótið á Eimskipsmótaröðinni tímabilið 2016-2017. Aðeins stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar á tímabilinu komust inn á þetta mót.

Texti: GSÍ