Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2017 | 23:59

PGA: Stenson sigurvegari Wyndham

Það var sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem stóð uppi sem sigurvegari á Wyndham Championship.

Hann lék lokahringinn á stórglæsilegum 64 höggum og tryggði sér þannig sigurinn.

Samtals var sigurskor Stenson 22 undir pari, 258 högg (62 66 66 64).

Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn Ollie Schniederjans á samtals 21 undir pari og í 3. sæti varð Webb Simpson á samtals 18 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR:  (Bætt viið þegar PGA Tour birtir þá).