Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2017 | 09:00

Eldingar á golfvöllum skapa oft falleg listaverk

Íslenskir kylfingar, sem ferðast erlendis og spila velli þar verða að passa sig á þrumum og eldingum, sem þar koma og við erum blessunarlega nokkurn veginn laus við hér á Íslandi.

Eldingar eru lífshættulegar og ætti ekki að vera að spila á golfvöllum í þrumum og eldingum.

En ef eldingu lýstur niður á golfvelli og enginn er nálægt sem getur slasast þá eru eldingar ótrúlegar.

Þær gera fallegustu listaverk úr flötum, samt oftar en ekki við litla hrifningu golfvallarstarfsmanna.

Einni eldingu laust niður á Dwan golfvellinum í Bloomington, Minnesota í Bandaríkjunum s.l. sunnudag, 12. ágúst 2017  og „skemmdi“ 4. flötina (sjá meðfylgjandi mynd í myndaglugga).

Sjá má aðra mynd eftir að eldingu laust niður á golfvelli hér að neðan (en ekki er vitað hvar hún er tekin):

1-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-elding