Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2017 | 18:00

Nordic Golf League: Axel lauk keppni T-21 og Haraldur T-32

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR tóku þátt í Isaberg Open, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Mótið stóð dagana 10.-12. ágúst 2017 og lauk í dag.

Axel lék á samtals sléttu pari, 216 höggum (71 74 71) og lauk keppni T-21.

Haraldur Franklín lék á samtals 3 yfir pari, 219 höggum (71 71 77) og lauk keppni T-32.

Sjá má lokastöðuna í Isaberg Open með því að SMELLA HÉR: