Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2017 | 07:00

Rolex heimslisti kvenna: IK Kim fer upp um 12 sæti

Sigurvegari Ricoh Opna breska kvenrisamótsins 2017, In Kyung Kim frá S-Kóreu fer upp um heil 12 sæti milli vikna og er komin meðal 10 bestu kvenkylfinga heims.

In Kyung Kim vermir sem stendur er 9. sæti Rolex heimslista kvenkylfinga.

Athygli vekur að 6 af bestu 10 kylfingum heims koma frá S-Kóreu; 1 frá Thaílandi og 1 frá Kína; þannig að 8 af bestu kvenkylfingum heims koma frá Asíu.

Eins vekur athygli að enginn kvenkylfingur frá Evrópu er meðal topp-10 og einungis 1 frá Bandaríkjunum; Lexi Thompson.

Síðan er athyglivert fall Lydiu Ko frá Nýja-Sjálandi, af efsta sæti heimslistans; hún er komin í 5. sæti – Hvað er eiginlega að ske?

Efstu 10 á Rolex heimslista kvenna eru:

1 So Yeon Ryu

2 Lexi Thompson

3 Ariya Jutanugarn

4 Song Hyun Park

5 Lydia Ko

6 Shanshan Feng (fer upp um 1 sæti)

7 In Gee Chun (fer niður um 1 sæti)

8 Inbee Park (fer upp um 2 sæti)

9 In Kyung Kim (fer upp um 12 sæti)

10 Amy Yang (fer niður um 2 sæti)