Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2017 | 00:20

GD: Flogið yfir Dalbúavöllinn – Myndskeið

Á leiðinni að Gullfoss og Geysi er keyrt framhjá Golfklúbbnum Dalbúa … og þeim glæsilega 9 holu golfvelli sem klúbburinn hefir.

Klúbburinn var stofnaður fyrir 28 árum eða 1989 og hafði þá aðstöðu fyrir neðan Héraðsskólann á Laugarvatni.

Árið 1995 tóku Dalbúar upp samstarf við Félag bókagerðarmanna og hófust handa við að byggja upp nýjan völl í Miðdal, þar sem völlurinn er nú staðsettur. Völlurinn er 9 holur nægt landsvæði er fyrir 18 holur.

Nýr golfskáli var byggður árið 1999-2000 og er hann með veitingasölu.
Þess má geta að í Miðdal er gömul kirkja.

Hér má sjá flott myndskeið þar sem flogið er yfir golfvöll Golfklúbbsins Dalbúa í Miðdal.

Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: