Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2017 | 23:59

WGC: Matsuyama sigraði á Bridgestone

Það var Japaninn Hidieki Matsuyama sem sigraði á Bridgestone heimsmótinu, sem fram fór á Firestone CC í Akron, Ohio.

Matsuyama lék á samtals 16 undir pari, 264 högg (69 67 67 61).

Hann átti heil 5 högg á þann sem varð í 2. sæti en það var Zach Johnson, sem lék á 11 undir pari, 269 höggum (69 67 65 68).

Í 3. sæti varð Charley Hoffman á samtals 10 undir pari og í 4. sæti varð sá sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið, Thomas Pieters frá Belgíu á samtals 8 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Bridgestone heimsmótinu SMELLIÐ HÉR: