Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2017 | 08:00

Tiger í fríi á Bahamas

Meðan aðrir atvinnukylfingar hamast að spila í Bridgestone heimsmótinu og undirbúa sig undir næsta risamót, þá er Tiger Woods í afslöppun með krökkunum sínum á Bahamas.

Þar náðist meðfylgjandi mynd af honum berum að ofan.

Á myndinni sést Tiger með veiði dagsins, risahumar, sem er næstum jafnstór og Wamaker bikarinn, sem nokkuð víst er að Tiger muni ekki hampa í næstu viku.

Á Twitter tvítaði Tiger um Bahamas fríið sitt:

„Nothing like free diving with the kids for lobster at Albany.“

(Lausleg þýðing: „Jafnast ekkert á við að kafa fyrir humri með krökkunum í Albany.“)