Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2017 | 23:59

WGC: Johnson og Pieters efstir á Bridgestone – Hápunktar 3. dags

Þeir Zach Johnson og Thomas Pieters deila efsta sætinu á Bridgestone  heimsmótinu fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun.

Báðir hafa þeir spilað hringina 3 á samtals 9 undir pari, 201 höggi; Johnson (69 67 65) og Pieters (65 70 66).

Ástralinn, Scott Hend, er í 3. sæti, höggi á eftir (þ.e. á 8 undir pari) og Japaninn Hideki Matsuyama í 4. sæti enn öðru höggi á eftir (á 7 undir pari).

Til þess að sjá stöðuna á Bridgestone heimsmótinu SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Bridgestone heimsmótinu SMELLIÐ HÉR: