Daníel Ísak Steinarsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2017 | 15:00

Daníel Ísak lauk keppni T-4 og Kristófer Karl T-15 á German Junior

Þeir Daníel Ísak Steinarsson, GK og Kristófer Karl Karlsson, GM luku í gær (4. ágúst 2017) keppni á German Junior Golf mótinu  .

Kristófer Karl, GM.

Kristófer Karl, GM.

Mótið fór fram í Lübeck í Þýskalandi.

Daníel Ísak lék á samtals 3 yfir pari, 295 höggum (80 68 74 73) og varð T-4.

Kristófer Karl lék á samtals 19 yfir pari, 311 höggum (83 76 73 79)og varð T-15.

Sjá má lokastöðuna á German Junor Golf mótinu með því að SMELLA HÉR: