Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2017 | 23:15

Rory losar sig við kylfusvein sinn

Rory McIlroy hefir losað sig við kylfusvein sinn til 9 ára,  JP Fitzgerald.

Á þessum langa tíma hefir Rory, með Fitzgerald á pokanum, sigrað í 4 risamótum og verið í 3 sigurliðum í Ryder bikarkeppninni svo minnst sé á eitthvað; jafnframt var Fitzgerald á pokanum hjá Rory þegar hann missti gott tækifæri til sigurs á Masters risamótinu og hreinlega bráðnaði á vellinum og varð að engu.

Minnisstætt er þegar Fitzgerald tók Rory til hliðar á Opna breska á Birkdale þegar Rory var kominn 5 yfir par eftir aðeins 6 holu spil. Fitzgerald minnti Rory á hvaða hæfileika hann hefði með eftirminnilegum orðum:  ‘You’re Rory McIlroy, what the f**k are you doing?’ (Lausleg þýðing: „Þú ert Rory McIlroy, hvað í fj******m ertu að gera?“)

Rory þakkaði Fitzgerald opinberlega fyrir þá „frábæru vinnu“ sem hann hefði innt af hendi við að koma honum í gírinn og lauk hringnum á 71 höggi. Hann lauk síðan keppninni T-4.

Hann hefir þurft að gera þetta nokkrum og hann skirrist aldrei við að gera svo,“ sagði Rory við blaðamenn eftir risamótið.“ „JP hefir haldið mér jákvæðum þarna úti þannig að þetta vera mjög svo vel þegið.“

Rory hefir í raun þetta árið verið í fréttum fyrir allt annað en glæsitakta á golfvellinum. Í janúar voru fréttir af rifbeinsmeiðslum hans; í apríl um giftingu hans ; síðan slit hans við Nike og skipti yfir í TaylorMade kylfur – samning til 10 ára upp á £80milljónir og nú eru það kylfuberaskipti.

Það eru kominn tími á glæsifréttir af afrekum Rory á golfsviðinu.

Reyndar hefir Rory varið Fitzgerald í gegnum tíðina þegar sá síðarnefndi hefir sætt gagnrýni. Þannig var golffréttaskýrandi BBC, Jay Townsend fljótur að benda á Fitzgerald þegar leikur Rory hrundi á Masters, þrátt fyrir að Rory ynni síðan Opna bandaríska tveimur mánuðum síðar.

JP (Fitzgerald) getur ekki varið sig í fjölmiðlum,“ sagði Rory. „Ég verð að verja hann vegna þess að hann er besti maðurinn sem ég get verið með á pokanum mínum. Hann hefir komið mér úr 200. sæti heimslistans og í það að sigra á risamóti.“

Talið er að JP Fitzgerald hafi unnið sér inn £ 7 milljónir á þeim 9 árum sem hann var á pokanum hjá Rory.

Ekkert er vitað hver mun taka við af JP Fitzgerald og vera á poka Rory; en ýmsum nöfnum hefir verið fleygt s.s. fyrrum kylfubera Danny Willett, Jon Smart; eða náinn vinur Rory, Harry Diamond.

En það er ljóst að eitt af kaddýstörfunum, sem gefur hvað mest í aðra hönd, er laust til umsóknar nú.