Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2017 | 22:30

Stórkylfingar tjá Feherty samúð sína

Fyrr í dag kom fram að sonur David Feherty, Shey, hefði dáið af of háum skammti á 29. afmælisdegi sínum sl. helgi.

Feherty sem er þekktur golffréttaskýrandi á NBC Sports og Golf Channel hlaut mikla samúð og ást frá stórkylfingnum golfheimsins.

Feherty greindi sjálfur frá sorgarfréttunum á Twitter og það hefir ekki verið skortur á svörum allt frá Gary Player til poppstjörnunnar Niall Horan (vinar Rory McIlroy).

Svona standa kylfingar og golfheimurinn saman þegar eitthvað bjátar á.

Fréttatilkynning Feherty hljóðaði svona:

My first born son is gone from me, dying from an overdose on his 29th birthday. Bless his sweet heart, I will fight on.

Lausleg þýðing: „Frumburður minn er farinn frá mér, dáinn af of háum skammti á 29. afmælisdeginum sínum. Blessað sé gott hjartalag hans, ég mun berjast áfram.“

Hér að neðan má lesa örfá af þeim mikla fjölda samúðartvíta stórkylfinga og annarra sem Feherty bárust:

Gary Player: David, so terribly sad to hear this tragic loss. Vivienne, my family & I send our condolences, love and support during this difficult time.

Lausleg þýðing: „David, það er svo hræðilega sorglegt að heyra um þennan hryggilega missi. Vivienne, fjölskylda mín & ég sendum samúð okkkar, ást og stuðning á þessum erfiða tíma.“

Ernie Els: Sorry to hear the sad news from @Fehertwit family loss today. Best wishes to you Guys.

Lausleg þýðing: „Svo sorglegt að heyra þessar hryggilegu fréttir frá @Fehertwit fjölskyldunni í dag. Bestu óskir til ykkar elskurnar.“

Lee Westwood: So sorry to hear of your tragic loss Fehert. Thinking of you and your family.

Lausleg þýðing: „Svo sorgmæddur að heyra um hryggilegan missi þinn Fehert. Hugsanir mínar eru hjá þér og fjölskyldu þinni.“

Paula Creamer: I am so sorry to hear this horrible news… you and your family are in our thoughts and prayers.

Lausleg þýðing: „Ég er svo hrygg að heyra þessar hræðilegur fréttir … þú og fjölskylda þín eru í hugsunum okkar og bænum.“

Darren Clarke: So sorry to hear the news Fehert.

Lausleg þýðing: „Svo sorgmæddur að heyra fréttirnar Fehert.

Paul McGinley: Really sad and sorry to read of this news Fehrt – thinking of you all

Lausleg þýðing: „Virkliega sorgmæddur og hryggur að lesa þessar fréttir Fehrt – Huganir mínar hjá ykkur öllum.“

Niall Horan: Thoughts are with David and his family at this terrible time.

Lausleg þýðing: „Hugsanir eru með David og fjölskyldu hans á þessum hræðilegu tímum.“

Royal Birkdale Golf ✔ @RoyalBirkdale_:  A real pleasure to meet you recently David .Our thoughts are with you and your family at this very sad time

Lausleg þýðing: Virkilega ánægjulegt að hitta þig nú nýlega, David. Hugsanir okkar eru með þér og fjölskyldu þinni á þessum mjög svo sorglega tíma.

David Feherty þakkaði síðan fyrir öll tvítin sem honum bárust:

Thank you all so much for your messages. To be surrounded by such love is of great comfort to me at this time

Lausleg þýðing: Þakka ykkur öllum svo mikið fyrir skilaboð ykkar. Að vera umkringdur slíkri ást er mér mikil huggun á þessum tíma.