Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2017 | 21:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2017 (5): Sara sigraði í stelpuflokki 14 ára og yngri

Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram á Jaðarsvelli laugardaginn 29. júlí við ágætis aðstæður.

Keppendur komu víðsvegar að til þess að keppa á þessari skemmtilegu mótaröð sem er ætluð þeim sem vilja öðlast keppnsreynslu áður en haldið er á sjálfa Íslandsbankamótaröðina.

Heimir Örn Árnason framkvæmdastjóri GA og Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ afhentu verðlaunin í mótslok að lokinni pylsuveislu sem keppendum er boðið í eftir hvert einasta mót á Áskorendamótaröðinni.

Yngri kylfingarnir (10-12 ára) léku 9 holur (25 þátttakendur), meðan þeir eldri (12-18 ára) léku 18 holur (11 þátttakendur).

Sigurvegari varð Sara Kristinsdóttir, GM, á 106 höggum!

Úrslit í stelpuflokki 14 ára og yngri urðu eftirfandi:

1 Sara Kristinsdóttir GM 28 F 57 49 106 35 106 106 35
2 Guðrún María Aðalsteinsdóttir GA 28 F 56 53 109 38 109 109 38
3 Kristín Vala Jónsdóttir GL 28 F 68 52 120 49 120 120 49