Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2017 | 22:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (5): Erla Marý sigraði í stúlknaflokki 19-21 árs

Íslandsbankamótaröðin fór fram á Jaðarsvelli dagana 28.-30. júlí 2017 og var þetta fimmta og næst síðasta mót tímabilsins hjá börnum og unglingum á stigamótaröð GSÍ.

Tæplega 120 keppendur tóku þátt við fínar aðstæður á Akureyri.

Hitastigið var ekki hátt úti á velli en lítil úrkoma var og vindurinn fór hægt yfir alla keppnisdagana.

Keppt var að venju í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum, og léku tveir elstu aldursflokkarnir þrjá hringi en tveir yngstu aldursflokkarnir léku tvo hringi.

Í stúlknaflokki 19-21 árs var aðeins 1 keppandi og var sigurvegarinn Erla Marý Sigurpálsdóttir, GFB,  en sigurskor hennar var 78 yfir pari, 291 högg (100 96 95).

Úrslit í stúlknaflokki 19-21 árs á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar var eftirfarandi:

1 Erla Marý Sigurpálsdóttir GFB 21 F 48 47 95 24 100 96 95 291 78