Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2017 | 18:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (5): Amanda Guðrún sigraði í stúlknaflokki 17-18 ára

Íslandsbankamótaröðin fór fram á Jaðarsvelli dagana 28.-30. júlí 2017 og var þetta fimmta og næst síðasta mót tímabilsins hjá börnum og unglingum á stigamótaröð GSÍ.

Tæplega 120 keppendur tóku þátt við fínar aðstæður á Akureyri.

Hitastigið var ekki hátt úti á velli en lítil úrkoma var og vindurinn fór hægt yfir alla keppnisdagana.

Keppt var að venju í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum, og léku tveir elstu aldursflokkarnir þrjá hringi en tveir yngstu aldursflokkarnir léku tvo hringi.

Í stúlknaflokki 17-18 ára voru keppendur 6 og var sigurvegarinn Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD og var sigurskor hennar samtals 13 yfir pari, 226 högg (75 74 77).

Úrslit í stúlknaflokki 17-18 ára á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar voru eftirfarandi:

1 Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD 7 F 38 39 77 6 75 74 77 226 13
2 Ragna Kristín Guðbrandsdóttir GR 12 F 41 44 85 14 80 91 85 256 43
3 Anna Júlía Ólafsdóttir GKG 15 F 51 48 99 28 96 94 99 289 76
4 Helga María Guðmundsdóttir GKG 26 F 52 46 98 27 97 100 98 295 82
5 Íris Mjöll Jóhannesdóttir GKG 22 F 45 56 101 30 99 96 101 296 83
6 Ásta Sonja Ólafsdóttir GKG 26 F 47 63 110 39 94 107 110 311 98