Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2017 | 12:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (5): Alma Rún sigraði í telpuflokki 15-16 ára

Íslandsbankamótaröðin fór fram á Jaðarsvelli dagana 28.-30. júlí 2017 og var þetta fimmta og næst síðasta mót tímabilsins hjá börnum og unglingum á stigamótaröð GSÍ.

Tæplega 120 keppendur tóku þátt við fínar aðstæður á Akureyri.

Hitastigið var ekki hátt úti á velli en lítil úrkoma var og vindurinn fór hægt yfir alla keppnisdagana.

Keppt var að venju í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum, og léku tveir elstu aldursflokkarnir þrjá hringi en tveir yngstu aldursflokkarnir léku tvo hringi.

Í telpuflokki 15-16 ára og yngri voru keppendur 14 og var sigurvegarinn Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG og var sigurskor hennar samtals 26 yfir pari, 168 höggum (83 85).

Úrslit í telpuflokki 15-16 ára  á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar voru eftirfarandi:

1 Alma Rún Ragnarsdóttir GKG 10 F 41 44 85 14 83 85 168 26
2 Árný Eik Dagsdóttir GKG 13 F 45 42 87 16 86 87 173 31
3 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 8 F 46 43 89 18 88 89 177 35
4 Marianna Ulriksen GA 18 F 42 46 88 17 90 88 178 36
5 Inga Lilja Hilmarsdóttir GK 20 F 44 44 88 17 93 88 181 39
6 Kristín Sól Guðmundsdóttir GM 19 F 46 48 94 23 89 94 183 41
7 Lovísa Ólafsdóttir GR 17 F 44 46 90 19 94 90 184 42
8 María Björk Pálsdóttir GKG 14 F 46 47 93 22 91 93 184 42
9 Katla Björg Sigurjónsdóttir GKG 28 F 46 46 92 21 93 92 185 43
10 Hildur Heba Einarsdóttir GSS 22 F 49 48 97 26 92 97 189 47
11 Hafdís Ósk Hrannarsdóttir GKG 25 F 54 45 99 28 104 99 203 61
12 Bára Valdís Ármannsdóttir GL 25 F 47 54 101 30 111 101 212 70
13 Jóna Karen Þorbjörnsdóttir GK 28 F 49 54 103 32 110 103 213 71
14 Klara Kristvinsdóttir GL 28 F 49 62 111 40 114 111 225 83