Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2017 | 20:00

Evróputúrinn: Smith sigraði Levy í bráðabana á Porsche Open – Hápunktar 4. dags

Það var enski kylfingurinn Jordan Smith, sem stóð uppi sem sigurvegari á Porsche European Open, eftir æsilegan bráðabana við þann sem átti titil að verja í mótinu, Frakkann Alexander Levy.

Þetta er fyrsti sigur Smith á Evrópumótaröðinni.

Þeir báðir Smith og Levy léku hefðbundnar 72 holur á 13 undir pari, 275 höggum; Smith (70 67 67 71) og Levy (67
70 69 69).

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra tveggja og þar hafði Smith betur á 2. holu bráðabanans á Green Eagle vellinum í Hamborg, Þýskalandi, en spila þurfti par-5 18. holu vallarins tvívegis þar til úrslit réðust.

Smith sigraði með fugli meðan Levy fékk par.

Sjá má lokastöðuna á Porsche European Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 4. dags á Porsche European Open með því að SMELLA HÉR: