LPGA: Ólafía varð T-13 á Opna skoska – hlaut $25.094 … og komst inn á Opna breska risamótið!!! – Hápunktar 4. dags
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, náði þeim glæsilega árangri að landa 13. sætinu á Opna skoska.
Heildarskor hennar var 1 yfir pari, 289 högg (73 70 73 73). Hún deildi 13. sætinu með 5 öðrum kylfingum m.a. Paulu Creamer og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Ai Miyazato.
Opna skoska var 15. LPGA mótið sem Ólafía spilaði í og þetta er í 8 skipti sem hún kemst í gegnum niðurskurð.
Fyrir 13. sætið hlaut Ólafía $ 25.094,- (þ.e. u.þ.b. 2.6 milljónir íslenskra króna). Þetta er langbesti árangur Ólafíu á LPGA og vonandi að hún haldi sér hér eftir bara á topp-15!!! Við þetta fer heildarvinningsfé hennar á LPGA í $65,140. Glæsileg!!!
Nú í kvöld bárust einnig þær gleðifréttir að Ólafía Þórunn fái að spila á Ricoh Opna breska kvenrisamótinu í næstu viku, sem þýðir að Ólafía fær tækifæri til þess að bæta enn stöðu sína á LPGA stigalistanum með góðu gengi, en hún fer nú með árangrinum góða úr Opna skoska úr 116. sætinu í 102. sætið og nálgast að komast á topp-100, þar sem hún þarf að vera til að halda kortinu sínu á LPGA!
Sigurvegari í mótinu varð Mi Hyang Lee frá S-Kóreu, en hún lék á samtals 6 undir pari.
Til þess að sjá hápunkta á lokahring (4. dags) Opna skoska SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá lokastöðuna á Opna skoska SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
