Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2017 | 09:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-52 á Swedish Challenge – Hápunktar 3. dags

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í Swedish Challenge , sem er hluti Áskorenda-mótaraðar Evrópu.

Mótið fer fram dagana 27.-30. júlí 2017 og lýkur því í dag – Mótsstaður er Katrineholms GK, í Katrineholm, Svíþjóð.

Birgir Leifur hefir samtals spilað á 2 undir pari, 214 höggum (72 69 73) og er T-52 eftir 3. hring.

Í gær átti Birgir Leifur lakasta hringinn sinn í mótinu til þessa, 73 högg, en hann fékk samt líkt og á 2. keppnisdegi sérlega glæsilegan örn, í þetta skipti á  par-5 17. braut Katrineholms GK og eins 3 fugla og 4 skolla og 1 skramba.

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Swedish Challenge SMELLIÐ HÉR:

Lokahringurinn er þegar hafinn og til að fylgjast með stöðunni á Swedish Challenge SMELLIÐ HÉR: