Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2017 | 17:17

LPGA: Ólafía í 6. sæti f. lokahringinn á Opna skoska

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR,  hefur lokið leik á 3. keppnisdegi á Aberdeen Asset Management mótinu sem fram fer á North Ayrshire í Skotlandi.

GR-ingurinn er jöfn tveimur öðrum í 6. sæti (þ.e. T-6) fyrir lokahringinn á +1 samtals en hún lék á einu höggi yfir pari í dag eða 73 höggum við krefjandi aðstæður.

Ólafía hefur leikið hringina þrjá á 73-70-73.

Í dag fékk Ólafía fugl á 1. holu dagsins og það var eini fugl dagsins hjá henni. Hún tapaði höggum á 9. og 12. en aðrar holur lék hún á pari.

Sjá má stöðuna á Opna breska með því að SMELLA HÉR: